Hversu mikil áhrif hefur umhverfið á okkur?
Hvers vegna býrðu þar sem þú býrð? Í þessum landshluta, þessu bæjarfélagi, húsinu þínu?
Við hvað tengirðu? Trén, fjöllin, náttúruna, veðrið, sjóinn, fuglana, útivistina, áhugamálin, húsin, andrúmsloftið, samfélagið, fjölskylduna, vinina?
Það er ástæða fyrir að þú valdir þetta bæjarfélag til að búa í, en hefurðu velt því fyrir þér hvers vegna þér líkar þarna? Hvað er heimili? Er það meira en húsið sem þú býrð í? Spilar samfélagið, fjölskyldan, vinir, náttúra, að þú getir stundað áhugamálin þín og það sem veitir þér ánægju?
Húsið okkar er svo heimili sem veitir okkur öryggi, staður sem okkur líður vel á, getum hlaðið batteríið eftir vinnudag, okkar bækistöð sem við vitum að bíður okkar eftir langt ferðalag. Staður sem við getum alltaf leitað til og við getum verið við sjálf.
Heimilið okkar er stærsta fjárfesting sem við leggjum í, ekki bara efnislega heldur verjum við miklum tíma og tilfinningum í það líka. Við viljum vanda vel þegar við veljum staðsetningu húss og það sem við setjum inn í það, því það þarf að passa við okkar gildi og lífshætti.
Mögulega erum við með einhverja hugmynd hvernig við viljum hafa heimilið okkar, en það eru svo margar ákvarðanir sem þarf að taka að þetta verður yfirþyrmandi og við vitum ekki hvar við eigum að byrja.
Gott er að hugsa hvað við stöndum fyrir og hvað er okkur mikilvægt. Er mikilvægt fyrir mig að geta boðið fólki í heimsókn, að allir eigi sitt persónulega rými eða vilja nokkrir vera saman í herbergi, hvað búa margir á heimilinu, eru dýr, mikið í útivist, finnst gaman að elda, eru einhverjar sérþarfir sem þarf að taka tillit til, hversu mikið þú vilt hugsa um heimilið (skiptir miklu máli varðandi efnisval) o.s.frv. Ef þú ert t.d. mikið fyrir útivist þá fylgir því ansi stór pakki eins og hjálmar, útivistarföt, skíði, hjól, skór og annað sem þarf að fá sinn stað, því þarf að huga að því að hafa gott geymslupláss fyrir það. Ef þú hefur gaman að því að bjóða fólki í heimsókn, þarf að gera ráð fyrir að það sé nægt sætispláss við eldhúsborðið, hvort sem þú stækkir það þegar gestir koma eða getir bætt stólum við stofuna.
Svo lengi sem við höldum okkur við okkar gildi og hvað við stöndum fyrir þá líður okkur vel á staðnum sem við búum á og við veljum það sem okkur líður vel með að setja inn á heimilið okkar. Ákvarðanirnar verða þar að leiðandi auðveldar og niðurstaðan getur ekki klikkað!
Íris Sverris