Merkin okkar
Humdakin
Er danskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í hreinsi- og ilmvörum sem eru vistvænar og með mildum efnum fyrir þig og umhverfið.
Umbúðirnar þeirra eru úr 100% endurvinnanlegu PET plasti sem er svo hægt að endurvinna áfram.
Allur pappír og viðarvörur eru FSC® vottaðar eða úr sjálfbærum náttúruefnum eins og mangóvið, bambus og kókoshnetutrefjum. Ilmurinn þeirra er ofnæmisvænn sem þýðir að þau eru laus við 26 ilmefni sem eru ofnæmisvaldandi.
Ilmkertin þeirra eru úr 100% skandinavísku repjuvaxi án pálmaolíu eða bývax sem hefur í för með sér minni sótlosun, ábyrgari framleiðslu og 100% niðurbrjótanlegt. Algjörlega eiturefnalaus.
Bloomingville
Er FSC® vottað fyrirtæki sem þýðir að þau velja við, pappír og aðrar skógarafurðir sem styðja við ábyrga skógrækt. Leggja mikla áherslu á að nota endurunnið efni eins og bómull, við og gler.
Eru með OEKO-TEX ® vottaðar vörur sem veita neytandanum tryggingu fyrir því að vörurnar hafa verið prófaðar, allt frá hráefni, framleiðslu til lokaafurðar til að vera lausar við skaðleg efni.
ByNord
Er skandinavískt fyrirtæki sem framleiðir hágæða rúmföt og ábreiður. Þeir nota lífræna bómull í öll rúmfötin sín, úr OEKO-TEX ® vottaðri bómull og eru vörurnar percale ofin, sem gefur þeim léttara yfirbragð.
Wikholmform
Stuðla að betri loftslagsmálum með því að nota náttúruleg, niðurbrjótanleg, endurvinnanleg og endingargóð efni í vörurnar sínar. Þau vinna helst með bómull, hör, lífrænt gler, málm og jute. Margar vörurnar frá þeim eru handgerðar og vilja þeir vinna náið með framleiðendum sínum.